Hverskonar háttalag er þetta!?

Stundum blöskrar manni hreinlega hvað svokallaðir stjórnmálamenn eru að aðhafast!

Fólk hefur kallað eftir lýðræði í þessu landi, en um leið og komandi ríkisstjórn virðist vilja leggja ákvörðun um ESB viðræður fyrir lýðræðislega kjörið Alþingi, þá eru formenn stjórnarandstöðu á móti þessu! Þeim finnst það furðulegt, að ríkisstjórnin geri ekki eins og alltaf hefur verið gert: Að skíta í restina af þinginu og taka ákvörðunina hvort sem menn vilja eða ekki. Hvað er það eiginlega sem þessir menn vilja?

Á sama tíma sér maður að viss öfl í þjóðfélaginu eru meira upptekin af því að fólk fari í svokallað greiðsluverkfall, en að það geri samning við kröfuhafa um greiðslu. Einskonar fjöldahreifing til að afsaka allt með kreppunni og þá er bara að gefa skít! Allt er aðgerðaleysi ríkisstjórnar að kenna.

Mín spurning er: Er það mikilvægara fyr stjórnarandstöðuna að fá fólkið á móti því, sem verið er að gera, en að fólkið fái lausn á sínum vandamálum???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband