Jól með Bubba

Sá sem hér skrifar hefur búið erlendis í gott og vel 30 ár. Fyrstu árin eftir að ég flutti, var grúppa sem hét Egó í miklu uppáhaldi hjá mér. Síðan fékk ég mikið dálæti á Bubba Morthens, sem mér fannst skrifa góða teksta, samhliða því að vera með góð lög við þá.

Eftir nokkur ár erlendis, þá fór móðir mín að senda mér geisladiska um hver jól. Oftast voru þetta diskar með Bubba, því hún vissi að því var alltaf vel tekið. Er ekki laust við að jólagjöfin hafi stundum verið opnuð um leið og hún barst og ekki alltaf beðið til aðfangadags. Þannig hljómaði Bubbi oft um allt húsið, á meðan var verið að undirbúa jólin. Þetta var orðinn fastur liður hjá manni hér í Noregi og hluti af "jólastemmingunni".

Síðar, í "góðærinu" sá maður að vinurinn var talsvert breyttur frá því sem einu sinni var. Hann sem söng "Ísbjarnarblús" og texta um "litla manninn" um leið og hann senti ráðherrum og embættismönnum tóninn, var orðinn mest upptekinn við að vera í sviðsljósi "fræga fólksins" og lét í ljósi barnslega gleði yfir að keyra dýran jeppa! Þótti manni sem vinurinn hefði villst einhverstaðar á leiðinni.

Næst er ég frétti af Bubba, þá var það á Austurvelli þar sem hann söng "baráttusöngva" gegn Seðlabankastjóra og "ónýtri ríkisstjórn". Hélt maður þá að "sauðurinn" væri aftur kominn til síns heima, eftir að hafa farið á hausinn útaf mislukkuðum fjárfestingum. Svolítið svona "með skottið á milli lappanna"!Þó síðar meir hafi maður séð að þetta var hans leið inn í sviðsljósið aftur.

Nú aftur á móti, sér maður að hinn sami Bubbi hvetur fólk til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn!!! 

Ég er enginn ofstækismaður varðandi stjórnmál. Þeim sem finnst sér best borgið við að kjósa Sjálfstæðisflokkinn geta gert það mín vegna(þó ég sé ósammála). Það er hluti af lýðræðinu, þó því sé að mörgu leyti ábótavant.Það sem veldur mér aftur á móti sárum vonbrigðum, er fólk eins og "Vindhaninn" Bubbi Mortens. Maðurinn virðist ekki vera með "hryggsúlu" og "hagar seglum eftir vindi". Manni dettur helst í hug að vininum sé haldið uppi af einhverjum peningaöflum, sem eru ekki sátt við þetta Austurvallardæmi.Það er allavega krystalltært, að maðurinn hefur selt "fjandanum" sálu sína einhverstaðar á leiðinni.

Vegna þessa alls hef ég komist að því, að slíkir menn eru ekki velkomnir á mitt heimili og hef því fjarlægt bæði LP plötur og Geisladiska með þessum góða manni og "rústað" þeim með ágætis hamri sem ég átti niðrí geymslu. Adjö Bubbi Morthens, fyrir mig ert þú hér eftir: bara "Sirkustrúður"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Erla Sumarliðadóttir

Velkominn í bloggheima.

Nú verður gaman að fylgjast með ykkur frændum.

Mikið er ég sammála færslunni þinni.

Kv. Erla

Guðrún Erla Sumarliðadóttir, 21.4.2009 kl. 16:02

2 Smámynd: Snæbjörn Björnsson Birnir

Jú takk. Maður er svona aðeins að fikra sig áfram í þessu. Rólegt flugtak, en svo vonandi með stígandi "kúrfu"

Snæbjörn Björnsson Birnir, 21.4.2009 kl. 17:30

3 identicon

Sæll frændi, ekki amalegt að fá þig meðal vors hér á blogginu

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband