Fyrsta færsla á Blog.is

Hef ekki bloggað áður, en verið iðinn við að lesa ýmsar færslur hjá öðrum og "kommenterað" talsvert. Hef ég þá oft íhugað, að byrja sjálfur og er nú verið að reyna að koma því af stað. Ég mun vonandi skrifa um allt og ekkert, þegar andinn kemur yfir mann og ekki einblína á einhvern einn málaflokk.

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Velkomin Snæbjörn á bloggið,alltaf gaman að fá ný sjónarmið og öðruvísi skoðanir,bíð spenntur eftir þínu fyrsta bloggi,þú ert til vinstri,ég tel mið miðjumann en minn flokkur dó fyrir nokkrum árum(Alþýðuflokkurinn)En nú kís ég þá sem höfða til mín í það og það skipti,það veit ekki kvað ég kís í ár,enda úr vöndu að ráða,en það verður annað hvort samfylkingin,sjálfstæðisflokkurinn eða framsónk,einhverjir af þessum flokkum,jú sko þetta eru þeir sem komu okkur á kortið,spilling,mútur,og hrun ekki satt,skrýtið en ég kís einhverja af þessum mönnum,ég var að spá í vinstrigræna,mér leist svo vel á Katrínu,en það hrundi nú þegar hún opnaði á sér muninn,hækka skatta og lækka launin???nei svona loforð er ekki hægt að kjósa um,svo ég fækkaði þessu þá niður í þrjá flokka,en ekki veit ég en hvað ég kís,njóttu nú þess að vera í Noregi,það er allavega skárra en í hruninu hér ekki satt. 

Jóhannes Guðnason, 15.4.2009 kl. 13:21

2 Smámynd: Snæbjörn Björnsson Birnir

Þakka fyrir kveðjuna Jóhannes.

Ekki einfalt nei, en ég skil nú heldur ekki af hverju Katrín sat þarna fyrir svörum, þó svo að hún sé í 1. sæti listans í kjördæminu. ´Hefði allavega átt að vera betur undirbúin, því þarna var stefna flokksins í skattamálum MJÖG einfölduð. Hún gengur meir útá að lækka laun FREKAR en uppsagnir (ef það eru 2 einustu valkostir) og hærri skatta á hátekjufólk (toppskatt) slík það er t.d. hér í Noregi.

Snæbjörn Björnsson Birnir, 15.4.2009 kl. 13:53

3 Smámynd: Snæbjörn Björnsson Birnir

Ekki einfalt að byrja, en vona að "blái kallinn" hverfi núna........

Snæbjörn Björnsson Birnir, 15.4.2009 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband