26.2.2010 | 12:38
Þjóðaratkvæðagreiðsla, til hvers..??
Það er eiginlega alveg fáránleg staða, sem upp er komin í Icesave málinu. Þjóðaratkvæðagreiðsla á að fara fram 6. mars um lög, sem eru byggð á samkomulagi, sem er lélegra en það tilboð sem liggur á borðinu í dag! Hverju skiftir þessi þjóðaratkvæðagreiðsla þá..?? Akkúrat engu..!! Hreinlega verið að henda peningum í ekki neitt, til að þóknast Bessastaðabóndanum og stjórnarandstöðunni.
Það er kominn tími til að Íslendingar hætti að láta Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn, með aðstoð "InDefense" jakkafatakallanna, draga sig á asnaeyrum fram af bjargbrúninni. Nú er kominn tími til að setja punktum aftan við þetta mál og klára það. Ef ekki, þá á þetta eftir að kosta þjóðina meira í framtíðinni, vegna vantrausts og þarafleiðandi lélegra kjara á erlendum lánum ásamt erfiðleika á erlendum mörkuðum, en bara það sem liggur í sjálfum Icesave reikningnum. Þarmeð gæti leiðin útúr kreppunni orðið ansi torsótt og löng. Menn verða að gera sér grein fyrir því, að þó að reynt verði áfram að ná betri kjörum og það takist eftir einhverja mánuði, þá mun það verða landanum óhemju dýrt þegar lengra er litið. Íslendingar eru það háðir útflutningi og erlendu fjármagni, að þeir hafa hreinlega ekki efni á, að eyðileggja allan "Goodwill" í sinn garð, hjá öðrum þjóðum.
Ekki er ég neinn stjórnmála- eða stjórnsýslufræðingur, en það sem ég myndi álíta einu lausnina í núverandi stöðu, ef hægt væri, er að ganga að nýjasta tilboði Breta og Hollendinga, afturkalla lögin frá des 2009 (sem á að kjósa um 6. mars), leggja fram nýtt frumvarp til laga, byggt á þessum nýja samningi og fá það samþykkt á Alþingi.Svo má alveg ræða það, hvort þetta yrði svo lagt undir dóm almennings, þó að ég sé nú reyndar þeirrar skoðunar, að svona mál eigi ekki heima í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Athugasemdir
hvað ertu að fara Snæbjörn
Icesavereikningarnir í Bretlandi og Hollandi voru á ábyrgð Landsbankans, sem aftur hafði, lögum samkvæmt, keypt sér tryggingu gegn því að illa færi, hjá Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta, sem tók að sér að tryggja hvern innistæðureikning fyrir tjóni, sem næmi að hámarki 20.887 evrum. Samkvæmt tilskipunum ESB og íslenskum lögum er sjóðurinn sjálfseignarstofnun og má ekki vera með ríkisábyrgð.
Málið er ekki flóknara en þetta, kemur íslenskum almenningi akkúrat ekkert við, og því skil ég ekki þetta "brölt" hjá pólitíkusum sem við kusum ?
Jón Snæbjörnsson, 26.2.2010 kl. 12:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.