26.2.2010 | 12:38
Þjóðaratkvæðagreiðsla, til hvers..??
Það er eiginlega alveg fáránleg staða, sem upp er komin í Icesave málinu. Þjóðaratkvæðagreiðsla á að fara fram 6. mars um lög, sem eru byggð á samkomulagi, sem er lélegra en það tilboð sem liggur á borðinu í dag! Hverju skiftir þessi þjóðaratkvæðagreiðsla þá..?? Akkúrat engu..!! Hreinlega verið að henda peningum í ekki neitt, til að þóknast Bessastaðabóndanum og stjórnarandstöðunni.
Það er kominn tími til að Íslendingar hætti að láta Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn, með aðstoð "InDefense" jakkafatakallanna, draga sig á asnaeyrum fram af bjargbrúninni. Nú er kominn tími til að setja punktum aftan við þetta mál og klára það. Ef ekki, þá á þetta eftir að kosta þjóðina meira í framtíðinni, vegna vantrausts og þarafleiðandi lélegra kjara á erlendum lánum ásamt erfiðleika á erlendum mörkuðum, en bara það sem liggur í sjálfum Icesave reikningnum. Þarmeð gæti leiðin útúr kreppunni orðið ansi torsótt og löng. Menn verða að gera sér grein fyrir því, að þó að reynt verði áfram að ná betri kjörum og það takist eftir einhverja mánuði, þá mun það verða landanum óhemju dýrt þegar lengra er litið. Íslendingar eru það háðir útflutningi og erlendu fjármagni, að þeir hafa hreinlega ekki efni á, að eyðileggja allan "Goodwill" í sinn garð, hjá öðrum þjóðum.
Ekki er ég neinn stjórnmála- eða stjórnsýslufræðingur, en það sem ég myndi álíta einu lausnina í núverandi stöðu, ef hægt væri, er að ganga að nýjasta tilboði Breta og Hollendinga, afturkalla lögin frá des 2009 (sem á að kjósa um 6. mars), leggja fram nýtt frumvarp til laga, byggt á þessum nýja samningi og fá það samþykkt á Alþingi.Svo má alveg ræða það, hvort þetta yrði svo lagt undir dóm almennings, þó að ég sé nú reyndar þeirrar skoðunar, að svona mál eigi ekki heima í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.5.2009 | 23:41
Hverskonar háttalag er þetta!?
Stundum blöskrar manni hreinlega hvað svokallaðir stjórnmálamenn eru að aðhafast!
Fólk hefur kallað eftir lýðræði í þessu landi, en um leið og komandi ríkisstjórn virðist vilja leggja ákvörðun um ESB viðræður fyrir lýðræðislega kjörið Alþingi, þá eru formenn stjórnarandstöðu á móti þessu! Þeim finnst það furðulegt, að ríkisstjórnin geri ekki eins og alltaf hefur verið gert: Að skíta í restina af þinginu og taka ákvörðunina hvort sem menn vilja eða ekki. Hvað er það eiginlega sem þessir menn vilja?
Á sama tíma sér maður að viss öfl í þjóðfélaginu eru meira upptekin af því að fólk fari í svokallað greiðsluverkfall, en að það geri samning við kröfuhafa um greiðslu. Einskonar fjöldahreifing til að afsaka allt með kreppunni og þá er bara að gefa skít! Allt er aðgerðaleysi ríkisstjórnar að kenna.
Mín spurning er: Er það mikilvægara fyr stjórnarandstöðuna að fá fólkið á móti því, sem verið er að gera, en að fólkið fái lausn á sínum vandamálum???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2009 | 21:17
Jól með Bubba
Sá sem hér skrifar hefur búið erlendis í gott og vel 30 ár. Fyrstu árin eftir að ég flutti, var grúppa sem hét Egó í miklu uppáhaldi hjá mér. Síðan fékk ég mikið dálæti á Bubba Morthens, sem mér fannst skrifa góða teksta, samhliða því að vera með góð lög við þá.
Eftir nokkur ár erlendis, þá fór móðir mín að senda mér geisladiska um hver jól. Oftast voru þetta diskar með Bubba, því hún vissi að því var alltaf vel tekið. Er ekki laust við að jólagjöfin hafi stundum verið opnuð um leið og hún barst og ekki alltaf beðið til aðfangadags. Þannig hljómaði Bubbi oft um allt húsið, á meðan var verið að undirbúa jólin. Þetta var orðinn fastur liður hjá manni hér í Noregi og hluti af "jólastemmingunni".
Síðar, í "góðærinu" sá maður að vinurinn var talsvert breyttur frá því sem einu sinni var. Hann sem söng "Ísbjarnarblús" og texta um "litla manninn" um leið og hann senti ráðherrum og embættismönnum tóninn, var orðinn mest upptekinn við að vera í sviðsljósi "fræga fólksins" og lét í ljósi barnslega gleði yfir að keyra dýran jeppa! Þótti manni sem vinurinn hefði villst einhverstaðar á leiðinni.
Næst er ég frétti af Bubba, þá var það á Austurvelli þar sem hann söng "baráttusöngva" gegn Seðlabankastjóra og "ónýtri ríkisstjórn". Hélt maður þá að "sauðurinn" væri aftur kominn til síns heima, eftir að hafa farið á hausinn útaf mislukkuðum fjárfestingum. Svolítið svona "með skottið á milli lappanna"!Þó síðar meir hafi maður séð að þetta var hans leið inn í sviðsljósið aftur.
Nú aftur á móti, sér maður að hinn sami Bubbi hvetur fólk til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn!!!
Ég er enginn ofstækismaður varðandi stjórnmál. Þeim sem finnst sér best borgið við að kjósa Sjálfstæðisflokkinn geta gert það mín vegna(þó ég sé ósammála). Það er hluti af lýðræðinu, þó því sé að mörgu leyti ábótavant.Það sem veldur mér aftur á móti sárum vonbrigðum, er fólk eins og "Vindhaninn" Bubbi Mortens. Maðurinn virðist ekki vera með "hryggsúlu" og "hagar seglum eftir vindi". Manni dettur helst í hug að vininum sé haldið uppi af einhverjum peningaöflum, sem eru ekki sátt við þetta Austurvallardæmi.Það er allavega krystalltært, að maðurinn hefur selt "fjandanum" sálu sína einhverstaðar á leiðinni.
Vegna þessa alls hef ég komist að því, að slíkir menn eru ekki velkomnir á mitt heimili og hef því fjarlægt bæði LP plötur og Geisladiska með þessum góða manni og "rústað" þeim með ágætis hamri sem ég átti niðrí geymslu. Adjö Bubbi Morthens, fyrir mig ert þú hér eftir: bara "Sirkustrúður"
15.4.2009 | 13:04
Fyrsta færsla á Blog.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)